Ein flottasta árshátíð landsins var haldin hjá Samherja á Akureyri síðastliðið laugardagskvöld, að því er fram kemur í frétt á vef Morgunblaðsins.

Árshátíðin var haldin í KA-höllinni og mættu 1100 manns og skemmtu sér fram á rauðanótt. Freyr Eyjólfsson var veislustjóri og vakti mikla kátínu og svo komu Magni og Pétur og héldu uppi stuðinu. Í lokin mætti svo hljómsveitin Í svörtum fötum og tryllti gestina, segir á mbl.is.

Sjá myndir frá árshátíðinni