,,Þessi frumvörp er með ólíkindum illa unnin. Við nánari lestur sést að þarna rekur sig hvað á annars horn,“ sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er hann var spurður álits á frumvarpi ríkisstjórnarinn um fiskveiðistjórnun.
,,Það sem fer þó langmest fyrir brjóstið á okkur er að þarna er ekkert tekið á leiguframsalinu sem við höfum lengi varað við og er mesta meinið í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi að okkar dómi,“ sagði Sævar.
Sævar sagði að frumvarpið fæli í sér gríðarlegar tilfærslur á aflaheimildum af skipum sem félagsmenn Sjómannasambandsins eru á yfir á önnur skip. ,,Það er gjörsamlega óviðunandi. Mér sýnist að þessi stefna leiði til þess að verið sé að gera sjómennskuna að hlutastarfi,“ sagði Sævar.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.