Matvælastofnun, MAST hefur tilkynnt skoðunarstofum að stofnunin muni ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávarútvegsfyrirtækjum frá og með 1. mars 2011.
Með ákvörðun sinni hafa stjórnvöld hafnað vilja Landsssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Samtaka fiskvinnslustöðva (SF), Samtaka atvinnulífsins (SA) og tilmælum sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, um að viðhalda ætti núverandi skoðunarstofufyrirkomulagi í sjávarútvegi og ákveðið að snúa alfarið til ríkisrekins eftirlits, að því er segir á vefsíðu LÍÚ.
,,Allt fá því fyrsta matvælafrumvarpið var lagt fram á Alþingi vorið 2008 hafa LÍÚ ásamt SF og SA lagt til að núverandi skoðunarstofufyrirkomulag í sjávarútvegi haldi sér. Samtökin hafa vísað til þess að skapast hafi löng reynsla af þjónustu skoðunarstofa, almenn ánægja hafi verið með þetta fyrirkomulag í greininni,” segir á vef LÍÚ og bætir við: ,,Í reglum ESB er heimildarákvæði um að stjórnvaldi sé heimilt að framselja framkvæmd eftirlitsins til faggilts aðila, en ágreiningur hefur verið um túlkun reglna ESB að þessu leyti.