„Kæling karfa í vinnslu og flutningi“ er eitt af þeim rannsóknarverkefnum sem Matís og HB Grandi hafa unnið að. Auk mikilvægi stöðugrar kælingar þá gáfu niðurstöðurnar til kynna að hægt er að ná allt að 3 daga lengra geymsluþoli með loftskiptum umbúðum.
Með 2-3 daga aukningu á geymsluþoli eykst afurðaverðið beint, þar sem erlendir kaupendur geta þá haft vöruna í lengur í sölu og eru þar af leiðandi tilbúnir að greiða hærra afurðaverð.
Rannsóknir á karfa hafa hingað til verið að skornum skammti hvað varðar vinnslueiginleika, gæði og nýtingu. Ekki er hægt að yfirfæra fengna vitneskju um vinnslumöguleika t.d. þorsks beint yfir á karfann vegna mismunar í efnasamsetningu vöðva, stærðar fisks, lifnaðarhátta og fleiri þátta.
Útflutningur á ferskum karfaflökum hefur nær eingöngu farið fram með flugi þar sem ekki hefur tekist að tryggja nægilega langt geymsluþol til að nýta aðrar flutningaleiðir eins og skipaflutning. Lengra geymsluþol má m.a. öðlast með bættri meðhöndlun um borð, bættri kælingu um borð og við vinnslu, ofurkælingu við geymslu og notkun á loftskiptum pakkningum.
Auk mikilvægi stöðugrar kælingar þá gáfu niðurstöðurnar til kynna að hægt er að ná allt að 3 daga lengra geymsluþoli með loftskiptum umbúðum. Með 2-3 daga aukningu á geymsluþoli eykst afurðaverðið beint, þar sem erlendir kaupendur geta þá haft vöruna í lengur í sölu og eru þar af leiðandi tilbúnir að greiða hærra afurðaverð.
Greint er frá þessu á heimasíðu Matís, www.matis.is.