,,Steinbíturinn virðist haga sér öðru vísi núna en við eigum að venjast. Hann er dreifðari um svæðið og heldur sig ekki eins mikið á einstökum blettum og oft áður. Jafnframt virðist vera meira af honum. Það hefur verið ágætisafli á línuna og ég held að steinbítsstofninn sé í miklu betra ástandi en fiskifræðingarnir vilja vera láta,“ sagði Þorsteinn Ólafsson skipstjóri á Brimnesi BA frá Patreksfirði í samtali við Fiskifréttir.

Þegar rætt var við Þorstein voru þeir staddir að veiðum vestur af Blakknum en áður voru þeir í hólfinu úti af Látrabjargi. ,,Aflinn hefur verið fínn á vertíðinni, rokkandi frá 150 kílóum á balann og upp í 300 kíló þegar best lætur. Ætli meðaltalið sé ekki í kringum 200 kíló,“ segir Þorsteinn.

Sjá nánar viðtal í nýjustu Fiskifréttum.