Þann 9. desember samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktun þar sem framlag Sjávarútvegsskólans til þjálfunar sérfræðinga og styrkingu stofnana er þakkað. Viðurkenningin beinist einkum að framlagi Sjávarútvegsskólans í þágu smárra eyþróunarríkja þar sem sjávarútvegur og almennar fiskveiðar er mikilvægur hluti af menningu og lífviðurværi fólks.

Sjávarútvegsskólin Háskóla Sameinuðu þjóðanna er rekinn sem hluti af framlagi Íslands til þróunarmála og hefur verið starfræktur síðan 1998. Frá stofnun hafa um 300 sérfræðingar í sjávarútvegsmálum í þróunarlöndum hlotið 6 mánaðar þjálfun hér á landi, en einnig hafa yfir 1000 manns tekið þátt í námskeiðum sem Sjávarútvegsskólinn hefur þróað og haldið í samstarfslöndunum.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknarstofnunar .