Allri áhöfn frystitogarans Þórs HF, sem er í eigu Stálskipa í Hafnarfirði, hefur verið sagt upp störfum frá og með haustinu, Þetta staðfesti Guðrún Lárusdóttir framkvæmdastjóri útgerðarinnar í samtali við Viðskiptablaðið.
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er stefnt að sölu fyrirtækisins. Guðrún vildi ekki staðfesta það en vísaði í orð sín í samtali við Viðskiptablaðið um miðjan apríl sl. þar sem hún fjallaði um starfsskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja og veiðigjöldin.
Um 25 manns eru í áhöfn Þórs HF en togarinn er eina skip útgerðarinnar.