Áform Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um að úthluta rækjukvótanum að 70 hundraðshlutum  til fyrrverandi handhafa kvótans og 30% til þeirra sem stunduðu veiðarnar síðustu þrjú árin meðan sóknin var frjáls, hafa sætt mikilli gagnrýni úr öllum áttum.

,,Aðgerðirnar fela í sér aðför að fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta elur á vantrausti og menn hætti að þora að sérhæfa sig í veiðum og vinnslu,“ sagði Ólafur H. Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma hf. í samtali við Fiskifréttir, en hann telur það lögbrot að úthluta ekki kvótanum öllum til þeirra sem höfðu hann áður en veiðarnar voru gefnar frjálsar.

Jón Guðbjartsson stjórnarformaður Kampa á Ísafirði er á öndverðum meiði. ,,Ráðherrann átti að úthluta heimildunum til þeirra sem veitt hafa síðustu þrjú árin. Hinir sem voru með aflahlutdeildir en sinntu ekki þessum veiðum eru fyrir löngu búnir að fyrirgera rétti sínum,“ segir Jón.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.