Álar á Íslandi eru um margt ólíkir álum í öðrum löndum Evrópu. Hér er kynblöndun ála frá Ameríku, nær allir álar eru hrygnur og göngur gleráls hafa ekki hrunið. Staða álastofna hér er góð ólíkt því sem þekkist annars staðar.
Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum í viðtali við Bjarna Jónsson, forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands vestra. Bjarni hefur vaktað og kortlagt glerálagöngur á Íslandi frá árinu 1999 og stundað margvíslegar aðrar rannsóknir á álum, svo sem um útbreiðslu, búsvæði, vistfræði, tegundasamsetningu, nýtingarmöguleika og fleira. Niðurstöður úr rannsóknum hans hafa kollvarpað ýmsum fyrri hugmyndum um ála á Íslandi.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.