Veiðar á norsk-íslenskri síld standa enn yfir í grænlensku lögsögunni. Síðastliðinn mánudag höfðu grænlensk stjórnvöld skráð rúmlega 12.000 tonna afla frá upphafi vertíðar sem er meiri afli en síðustu ár.

„Það er erfitt að finna síldina. Við erum sífellt að elta hana vítt og breytt og aldrei á vísan að róa. Það er engin torfumyndun heldur er síldin í smáum einingum. Við höfum komist upp í 200-300 tonn í holi þegar best lætur. Annars er þetta bara algjör smalamennska,“ segir Halldór Jónasson skipstjóri á Polar Amaroq í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

Polar Amaroq er aflahæstur á síldveiðunum við Grænland með rúmlega 3.000 tonn en átta grænlensk skip stunda veiðarnar.

Sjá nánar í Fiskifréttum.