Íslenska sjávarútvegssýningin, oftast kölluð IceFish, fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári og er þess að vænta að sýningin í september næstkomandi muni endurspegla þau tímamót á margvíslegan hátt.

Nú þegar er ljóst að sýnendur á IceFish í ár verða fleiri en nokkru sinni, en um 500 sýnendur/vörumerki hafa boðað komu sína í ár, samanborið við t.d. 400 sýnendur/vörumerki á seinustu sýningu sem haldin var 2022. Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish 2024, segir nokkur sýningarrými þó enn í boði, en eftirspurnin hafi verið mikil og lausum plássum fækki óðum.

Seinasta sýning var haldin í júnímánuði, fyrst og fremst vegna þess að þá var nýbúið að aflétta kóvíd-takmörkunum, en núna á afmælisárinu er IceFish hins vegar komið aftur á sinn hefðbundna sýningartíma í september, einsog verið hefur nærfellt frá upphafi.

„IceFish 2024 býður líka velkomin fjörutíu ný fyrirtæki sem ekki hafa sýnt hjá okkur áður og við hlökkum til að veita þeim umgjörð og stuðning til að sýna vörur sínar, þjónustu og lausnir. Það er einnig til marks um vaxandi mikilvægi sýningarinnar á alþjóðavettvangi að nýir sýnendur koma frá alla vega tíu mismunandi þjóðríkjum, þar á meðal Suður-Afríku, Tyrklandi, Þýskalandi og Ítalíu,“ segir Marianne.

Orðspor sýningarinnar óx hratt

Hún kveðst telja að IceFish hafi á fjögurra áratuga langri sögu sinni náð mikilli sérstöðu og mikilvægi fyrir íslenskan sjávarútveg, bæði hérlendis og erlendis.

„Hugmyndin um fyrsta IceFish árið 1984 var að búa til sýningu fyrir íslenska sýnendur sem sýndu vörur sínar á íslenskum markaði. En orðspor sýningarinnar breiddist fljótt út og fjöldi erlendra sýnenda bættist við fyrstu sýninguna, þar á meðal þjóðarskáli frá Danmörku. Danir hafa sýnt óslitið á hverri einustu sýningu síðan. Það sýnir raunar vel mikilvægi IceFish í gegnum tíðina að mörg fyrirtæki hafa sýnt þar frá upphafi, þar á meðal Marel, Hampiðjan og Sæplast. Mörg önnur fyrirtæki má nefna sem hafa verið okkur samferða í fjörutíu ár, t.d. Eimskip, Olís, Baader, Atlas, Kæling, Scanmar og Style að ógleymdum Fiskifréttum. Þarna ríkir á milli gagnkvæmur skilningur og traust sem er ómetanlegt að finna.”

Marianne Rasmussen-Couling, framkvæmdastjóri IceFish 2024.
Marianne Rasmussen-Couling, framkvæmdastjóri IceFish 2024.

Þegar sýningin þandist út með árunum ákváðu skipuleggjendur hennar að flytja sig yfir í Smárann/ Fífuna árið 1999, enda meira en helmingi stærra sýningarrými en gamla höllin bauð upp á, auk þess sem tækjakostur og bílastæðaaðstaðan var allt önnur og betri. Sýningin hefur verið þar til húsa allar götur síðan, eða í aldarfjórðung. Er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr í þessari löngu sögu sýningarinnar?

„Ég vann fyrst við IceFish-sýninguna 1996 og leyfi mér að segja að síðan þá hafi sérstaklega orðið hröð og ánægjuleg þróun varðandi nýtingu aukaafurða sjávarfangs og fullnýtingu aflans í þágu aukins virðisauka. Háþróuð vinnslutækni, sem hámarkar afrakstur og aukna nýtingu aukaafurða, varð til þess að við settum á laggirnar Fishwaste for Profit-ráðstefnuna árið 2014, fyrst og fremst til að geta komið á framfæri þessari öru þróun og umfjöllun um nýsköpunarstarf og þróun verðmætra afurða úr efnivið sem áður var yfirleitt fleygt. Stór hluti þeirra afurða er ætlaður öðrum mörkuðum en matvælageiranum, svo sem snyrtivöruiðnaði, lyfjaiðnaði og tískuiðnaði. Þetta er mjög spennandi þróun og hefur verið gaman að fylgjast með henni og geta líka lagt okkar af mörkum til að miðla henni til gesta.“

Íslenska sjávarútvegssýningin, oftast kölluð IceFish, fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári og er þess að vænta að sýningin í september næstkomandi muni endurspegla þau tímamót á margvíslegan hátt.

Nú þegar er ljóst að sýnendur á IceFish í ár verða fleiri en nokkru sinni, en um 500 sýnendur/vörumerki hafa boðað komu sína í ár, samanborið við t.d. 400 sýnendur/vörumerki á seinustu sýningu sem haldin var 2022. Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish 2024, segir nokkur sýningarrými þó enn í boði, en eftirspurnin hafi verið mikil og lausum plássum fækki óðum.

Seinasta sýning var haldin í júnímánuði, fyrst og fremst vegna þess að þá var nýbúið að aflétta kóvíd-takmörkunum, en núna á afmælisárinu er IceFish hins vegar komið aftur á sinn hefðbundna sýningartíma í september, einsog verið hefur nærfellt frá upphafi.

„IceFish 2024 býður líka velkomin fjörutíu ný fyrirtæki sem ekki hafa sýnt hjá okkur áður og við hlökkum til að veita þeim umgjörð og stuðning til að sýna vörur sínar, þjónustu og lausnir. Það er einnig til marks um vaxandi mikilvægi sýningarinnar á alþjóðavettvangi að nýir sýnendur koma frá alla vega tíu mismunandi þjóðríkjum, þar á meðal Suður-Afríku, Tyrklandi, Þýskalandi og Ítalíu,“ segir Marianne.

Orðspor sýningarinnar óx hratt

Hún kveðst telja að IceFish hafi á fjögurra áratuga langri sögu sinni náð mikilli sérstöðu og mikilvægi fyrir íslenskan sjávarútveg, bæði hérlendis og erlendis.

„Hugmyndin um fyrsta IceFish árið 1984 var að búa til sýningu fyrir íslenska sýnendur sem sýndu vörur sínar á íslenskum markaði. En orðspor sýningarinnar breiddist fljótt út og fjöldi erlendra sýnenda bættist við fyrstu sýninguna, þar á meðal þjóðarskáli frá Danmörku. Danir hafa sýnt óslitið á hverri einustu sýningu síðan. Það sýnir raunar vel mikilvægi IceFish í gegnum tíðina að mörg fyrirtæki hafa sýnt þar frá upphafi, þar á meðal Marel, Hampiðjan og Sæplast. Mörg önnur fyrirtæki má nefna sem hafa verið okkur samferða í fjörutíu ár, t.d. Eimskip, Olís, Baader, Atlas, Kæling, Scanmar og Style að ógleymdum Fiskifréttum. Þarna ríkir á milli gagnkvæmur skilningur og traust sem er ómetanlegt að finna.”

Marianne Rasmussen-Couling, framkvæmdastjóri IceFish 2024.
Marianne Rasmussen-Couling, framkvæmdastjóri IceFish 2024.

Þegar sýningin þandist út með árunum ákváðu skipuleggjendur hennar að flytja sig yfir í Smárann/ Fífuna árið 1999, enda meira en helmingi stærra sýningarrými en gamla höllin bauð upp á, auk þess sem tækjakostur og bílastæðaaðstaðan var allt önnur og betri. Sýningin hefur verið þar til húsa allar götur síðan, eða í aldarfjórðung. Er eitthvað sérstakt sem stendur upp úr í þessari löngu sögu sýningarinnar?

„Ég vann fyrst við IceFish-sýninguna 1996 og leyfi mér að segja að síðan þá hafi sérstaklega orðið hröð og ánægjuleg þróun varðandi nýtingu aukaafurða sjávarfangs og fullnýtingu aflans í þágu aukins virðisauka. Háþróuð vinnslutækni, sem hámarkar afrakstur og aukna nýtingu aukaafurða, varð til þess að við settum á laggirnar Fishwaste for Profit-ráðstefnuna árið 2014, fyrst og fremst til að geta komið á framfæri þessari öru þróun og umfjöllun um nýsköpunarstarf og þróun verðmætra afurða úr efnivið sem áður var yfirleitt fleygt. Stór hluti þeirra afurða er ætlaður öðrum mörkuðum en matvælageiranum, svo sem snyrtivöruiðnaði, lyfjaiðnaði og tískuiðnaði. Þetta er mjög spennandi þróun og hefur verið gaman að fylgjast með henni og geta líka lagt okkar af mörkum til að miðla henni til gesta.“