Hreinsunarátak á vegum Fiskistofu í Noregi skilaði metfjölda af netadræsum upp af hafsbotni. Að því er kemur frá í fréttatilkynningu stofnunarinnar voru hirtar upp 1.334 net sem samtals voru 37 kílómetrar að lengd. Það er Fiskeribladet sem segir frá tilkynningunni.

„Í meira en fjörutíu ára sögu hreinsunarátaksins hefur aldrei verið tekið upp svo mikið af netum af hafsbotni,“ segir í tilkynningu frá Fiskistofunni norsku, Fiskeridirektoratet. Afar mikilvægt sé að ná upp netum sem hafi tapast eða vera skilin eftir til að draga úr draugaveiði og til að draga úr því að því úrgangi sé fleygt ólöglega á víðvangi.

Ýmislegt í netunum

Fram kemur að úr þessum netum hafi verið skráð 15 tonn af fiski og 2.330 krabbar. Einnig einn hvalur og þrjár hnísur.

Næst þessu netamagni kemur árið 1992 þar sem 1.180 netadræsur fundust.

Átakið stóð yfir í fjörutíu daga á tímabilinu frá því í byrjun ágúst og fram undir lok september á svæðinu frá Álasundi í suðri til Kirkenes í norðri.

Hreinsunarátak á vegum Fiskistofu í Noregi skilaði metfjölda af netadræsum upp af hafsbotni. Að því er kemur frá í fréttatilkynningu stofnunarinnar voru hirtar upp 1.334 net sem samtals voru 37 kílómetrar að lengd. Það er Fiskeribladet sem segir frá tilkynningunni.

„Í meira en fjörutíu ára sögu hreinsunarátaksins hefur aldrei verið tekið upp svo mikið af netum af hafsbotni,“ segir í tilkynningu frá Fiskistofunni norsku, Fiskeridirektoratet. Afar mikilvægt sé að ná upp netum sem hafi tapast eða vera skilin eftir til að draga úr draugaveiði og til að draga úr því að því úrgangi sé fleygt ólöglega á víðvangi.

Ýmislegt í netunum

Fram kemur að úr þessum netum hafi verið skráð 15 tonn af fiski og 2.330 krabbar. Einnig einn hvalur og þrjár hnísur.

Næst þessu netamagni kemur árið 1992 þar sem 1.180 netadræsur fundust.

Átakið stóð yfir í fjörutíu daga á tímabilinu frá því í byrjun ágúst og fram undir lok september á svæðinu frá Álasundi í suðri til Kirkenes í norðri.