Metganga í Elliðaánum 12. júlí er 440 laxar gengu upp fiskteljarann. Það er mesti fjöldi laxa sem skráður hefur verið á göngu til hrygningar á einum sólarhring í Elliðaánum.

Þetta kom fram í nótt á Facebooksíðu fyrirtækisins Laxfiska sem fiskifræðingurinn Jóhannes Sturlaugsson rekur og annast rannsóknir á laxfiskum í Elliðaánum og víðar.

Segir í færslunni að smálaxar hafi verið í meirihluta að venju en óvenjuhátt hlutfall, tæplega 25 prósent, laxanna hafi verið stórlaxar eða afturbata hoplaxar, 73 sentímetra langir eða lengri.

Risaganga í skjóli dimmviðris og rigningar

„Lengdardreifing göngunnar endurspeglar að afturbata hoplaxar sem hafa hrygnt einu sinni eða oftar eru að skila sér í töluverðu magni aftur til hrygningar í Elliðaárnar. Dimmviðri og rigningar 12. júlí gerðu það að verkum að ganga laxins innan sólarhringsins var óvenju jöfn yfir sólarhringinn, en venjan er að laxinn gangi að mestu upp ána fyrrihluta nætur og síðla kvölds. Tveir vænir sjóbirtingar gengu sama dag upp ána,“ segir í fyrrnefndri færslu Laxfiska.

Metganga í Elliðaánum 12. júlí er 440 laxar gengu upp fiskteljarann. Það er mesti fjöldi laxa sem skráður hefur verið á göngu til hrygningar á einum sólarhring í Elliðaánum.

Þetta kom fram í nótt á Facebooksíðu fyrirtækisins Laxfiska sem fiskifræðingurinn Jóhannes Sturlaugsson rekur og annast rannsóknir á laxfiskum í Elliðaánum og víðar.

Segir í færslunni að smálaxar hafi verið í meirihluta að venju en óvenjuhátt hlutfall, tæplega 25 prósent, laxanna hafi verið stórlaxar eða afturbata hoplaxar, 73 sentímetra langir eða lengri.

Risaganga í skjóli dimmviðris og rigningar

„Lengdardreifing göngunnar endurspeglar að afturbata hoplaxar sem hafa hrygnt einu sinni eða oftar eru að skila sér í töluverðu magni aftur til hrygningar í Elliðaárnar. Dimmviðri og rigningar 12. júlí gerðu það að verkum að ganga laxins innan sólarhringsins var óvenju jöfn yfir sólarhringinn, en venjan er að laxinn gangi að mestu upp ána fyrrihluta nætur og síðla kvölds. Tveir vænir sjóbirtingar gengu sama dag upp ána,“ segir í fyrrnefndri færslu Laxfiska.