Fjöldi á strandveiðum í ár ætlar að slá öll fyrri met.  Alls hafa 658 bátar landað afla frá 1. maí til 13. júní.  Á sama tíma í fyrra höfðu 605 landað og 2010 592 bátar.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda.

Aflabrögð hafa verið misjöfn eftir svæðum.  Eins og fyrri ár er afli á hvern bát mestur á A-svæðinu 6,3 tonn að meðaltali og skammt þar á eftir eru bátar á  svæði D 5,8 tonn.

Nánar upplýsingar um gang mála er að finna á vef LS