Veiðar á laxi í Bristolflóa í Alaska skila í allt um 1,5 milljörðum dollara á ári (176 milljörðum ISK) samkvæmt nýrri skýrslu sem tekin hefur verið saman um þýðingu laxveiðanna. Þetta er verðmætasti villti laxastofninn í heimi.
Veiðar á alaskalaxi skapa 12 þúsund störf í veiðum og vinnslu fyrir fólk í fjórum ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna, Alaska, Washington, Oregon og Kaliforníu.
Útflutningsverðmæti laxins árið 2010 voru um 370 milljónir dollara (43 milljarðar ISK) sem er nærri um 20% af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða frá Bandaríkjunum.
fis.com greindi frá.