Atvinnuveiðar á makríl og þorski við Aljútaeyjar í Alaska verða takmarkaðar til að tryggja að sæljón fái nóg að éta.

Bandaríska haf- og umhverfisstofnunin (NOAA) segir að óbreyttar veiðar ógni tilveru sæljóna á vesturhluta Aljútaeyja. Nú eru aðeins 45 þúsund sæljón þar á móti 250 þúsund í kringum 1970. Veiðitakmarkanir á makríl og kyrrahafsþorski, sem eru aðalfæða sæljónanna, taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær fela í sér að veiðar á aðalfæðuslóð sæljónanna verða bannaðar. Þá hefur verið dregin 3ja mílan "landhelgislína” í kringum helstu látur sæljónanna og þar fyrir innan eru veiðar bannaðar. Tekið er fram að ekki hafi þótt ástæða að setja sæljón við austurhluta Aljútaeyja á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Heimild: www.statesmanjournal.com