Asía er og hefur verið langstærst í fiskeldi síðastliðna áratugi. Fiskeldi í Asíu var um 68 milljón tonn eða sem nemur 89% af fiskeldi í heiminum árið 2016.
Hlutdeild heimsálfunnar hefur aukist um 6 prósentustig frá árinu 1990, þegar fiskeldi í Asíu var um 11 milljón tonn. Á eftir Asíu kemur svo Ameríka með 4%, Evrópa með 4% og Afríka með 3%, en fiskeldi í þessum heimsálfum var samanlagt um 8 milljón tonn.
Hlutdeild Evrópu í fiskeldi í heiminum hefur lækkað frá árinu 1990 þegar Evrópa var með um 12% af fiskeldi í heiminum eða sem nemur 1,6 milljón tonna
Heimild: Íslandsbanki. Íslenskur sjávarútvegur 2017.