Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um leyfilegan heildarafla á komandi fiskveiðiári muni hafa í för með sér um 3,5 milljarða tekjusamdrátt á komandi fiskveiðiári.

Friðrik bendir á að geymsla aflamarks í þorski frá síðasta fiskveiðiári kom mönnum til góða á núverandi fiskveiðiári, en þá hafi menn náð að geyma um 11.000 tonn milli fiskveiðiára.

Því verði aftur á móti ekki að heilsa á næsta fiskveiðiári og því sé ljóst að sú ákvörðun sem tekin hefur verið um að keyra aflaheimildirnar svona mikið niður komi til með að hafa mjög slæm áhrif og muni reyna mikið á fyrirtæki í greininni.

Sjá nánar á vef LÍÚ sem hægt er að nálgast HÉR .