„Það er sama niðurstaða og í fyrra, það munaði einum sel,“ segir Örvar Birkir Eiríksson, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, um árlega selatalningu sem fram fór sunnudaginn 28. júlí.

Alls voru skráðir 550 selir að þessu sinni, mest allt landselur. Í fyrra voru þeir 549 og um 600 árið þar á undan að sögn Örvars. „Það má því segja að það sé stöðugleiki,“ segir hann. Það sé ágætt út af fyrir sig að stofninn standi nokkurn veginn í stað frekar en að selnum fækki.

„En við myndum hins vegar vilja sjá einhverja fjölgun,“ segir Örvar enda sé íslenski landselsstofninn í útrýmingarhættu. „Stofninn er rétt rúmlega tíu þúsund dýr en markmiðið er að ná honum upp í tólf þúsund seli.“

Spurning um stýringu á netaveiði

Til að ná þessu markmiði segir Örvar að meðal annars sé selurinn friðaður fyrir allri veiði. „Þetta er svolítið snúið. Selurinn er langlífur og eignast ekki nema eitt afkvæmi á ári,“ segir hann.

Áætlað er að sögn Örvars að yfir þúsund selir drepist árlega þegar þeir flækjast sem meðafli í net sjómanna. Það hafi umtalsverð áhrif.

„Þetta er okkar helsta áhyggjuefni núna og eitthvað sem við myndum vilja rannsaka betur til að átta okkur á því hvort það sé hægt að bregðast einhvern veginn við því,“ segir Örvar. „Ef stofninn tekur ekki við sér, ég tala ekki um ef selnum fer að fækka, þarf að skoða þetta með meðaflann mjög alvarlega og hvort hægt sé að stýra veiðitíma og veiðisvæðum þar sem er mikið af sel.“

Tæpir 110 kílómetrar gengnir

Sum dýrin sem flækjast í net eru færð til rannsóknar og sum eru að sögn Örvars skilin eftir í sjónum. „Þetta eru stór dýr og það er ekki alltaf auðvelt að draga þau um borð,“ bendir hann á.

Að útsel meðtöldum eru selir hér við land um sautján þúsund talsins að sögn Örvars. Ekkert bendi til annars en að þessir selir hafi nóg æti og séu heilbrigðir.

Selir eru taldir allt frá Reykjaskóla í Hrútafirði fyrir Vatnsnes og austur í Sigríðastaðavatn fyrir innan Hvítserk í Húnafirði.  Að þessu sinni tóku 48 manns þátt í talningunni. „Þetta eru tæplega 110 kílómetrar sem eru gengnir af sjálfboðaliðum,“ segir Örvar.

„Það er sama niðurstaða og í fyrra, það munaði einum sel,“ segir Örvar Birkir Eiríksson, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, um árlega selatalningu sem fram fór sunnudaginn 28. júlí.

Alls voru skráðir 550 selir að þessu sinni, mest allt landselur. Í fyrra voru þeir 549 og um 600 árið þar á undan að sögn Örvars. „Það má því segja að það sé stöðugleiki,“ segir hann. Það sé ágætt út af fyrir sig að stofninn standi nokkurn veginn í stað frekar en að selnum fækki.

„En við myndum hins vegar vilja sjá einhverja fjölgun,“ segir Örvar enda sé íslenski landselsstofninn í útrýmingarhættu. „Stofninn er rétt rúmlega tíu þúsund dýr en markmiðið er að ná honum upp í tólf þúsund seli.“

Spurning um stýringu á netaveiði

Til að ná þessu markmiði segir Örvar að meðal annars sé selurinn friðaður fyrir allri veiði. „Þetta er svolítið snúið. Selurinn er langlífur og eignast ekki nema eitt afkvæmi á ári,“ segir hann.

Áætlað er að sögn Örvars að yfir þúsund selir drepist árlega þegar þeir flækjast sem meðafli í net sjómanna. Það hafi umtalsverð áhrif.

„Þetta er okkar helsta áhyggjuefni núna og eitthvað sem við myndum vilja rannsaka betur til að átta okkur á því hvort það sé hægt að bregðast einhvern veginn við því,“ segir Örvar. „Ef stofninn tekur ekki við sér, ég tala ekki um ef selnum fer að fækka, þarf að skoða þetta með meðaflann mjög alvarlega og hvort hægt sé að stýra veiðitíma og veiðisvæðum þar sem er mikið af sel.“

Tæpir 110 kílómetrar gengnir

Sum dýrin sem flækjast í net eru færð til rannsóknar og sum eru að sögn Örvars skilin eftir í sjónum. „Þetta eru stór dýr og það er ekki alltaf auðvelt að draga þau um borð,“ bendir hann á.

Að útsel meðtöldum eru selir hér við land um sautján þúsund talsins að sögn Örvars. Ekkert bendi til annars en að þessir selir hafi nóg æti og séu heilbrigðir.

Selir eru taldir allt frá Reykjaskóla í Hrútafirði fyrir Vatnsnes og austur í Sigríðastaðavatn fyrir innan Hvítserk í Húnafirði.  Að þessu sinni tóku 48 manns þátt í talningunni. „Þetta eru tæplega 110 kílómetrar sem eru gengnir af sjálfboðaliðum,“ segir Örvar.