Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fer í dag að ósum Markarfljóts til að kanna áhrifasvæði hlaupsins. Athyglin beinist að því hvað verði af efnum í hlaupvatninu bæði er varðar þau uppleystu og gruggið.
Nú er vor að kvikna í sjónum á þessu mikilvæga svæði þar sem eru hrygningarsvæði þorsks og annarra mikilvægra tegunda. Aflað verður líffræðilegra gagna um þörunga, svif og dreifingu hrogna.
Um borð eru sérfræðingar Sjó- og vistfræðisviðs stofnunarinnar og rannsóknamenn. Leiðangursstjóri verður Héðinn Valdimarsson.