Margir sjómenn hafa tekið áskorunum um að taka þátt í  Mottumars, söfunarátaki Krabbameinsfélags Íslands sem beinist sérstaklega að baráttunni gegn ristikrabbameiri hjá körlum.

Á vef átaksins, mottumars.is, sést að áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni SU frá Eskifirði  hefur safnað 148.000 krónum og er í hópi efstu keppenda. Þar er sömuleiðis áhöfn Jóns Kjartanssonar SU (sem einnig er gerður út af Eskju á Eskifirði) með 80.000 krónur og svo kemur áhöfnin á Jóhönnu ÁR frá Þorlákshöfn með 70.000 krónur.

Brúin á Berki með mottu.
Brúin á Berki með mottu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Í tilefni Mottumars eru sum skip skrýdd myndarlegu yfirskeggi, eins og sést á meðfylgjandi mynd af Berki NK.

Sjá nánar á mottumars.is