Aflinn nam alls 116.000 tonnum í ágúst 2010 samanborið við 112.500 tonn í sama mánuði árið áður. Botnfiskafli jókst um rúm 2.400 tonn frá ágúst 2009 og nam 34.000 tonnum. Þar af nam þorskaflinn tæpum 12.300 tonnum, sem er samdráttur um 355 tonn frá fyrra ári.
Ýsuaflinn nam 6.500 tonnum, sem er um 500 tonnum meiri afli en í ágúst 2009. Um 7.700 tonn veiddust af ufsa, sem er um 1.800 tonnum meiri afli en í ágúst 2009. Karfaaflinn jókst um tæp 1.100 tonn og nam um 4.000 tonnum.
Afli uppsjávartegunda nam 78.900 tonnum, sem er um 1.000 tonnum meiri afli en í ágúst 2009. Af uppsjávartegundum veiddust tæp 46.000 tonn af síld og rúm 31.700 tonn af makríl.
Nánar á vef Hagstofu Íslands,, HÉR