Rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi hafa gengið vel það sem af er ári og hefur rækjuvinnsla Ramma á Siglufirði tekið hátt í 1700 tonn af rækju til vinnslu frá áramótum.
Múlaberg SI 22, Siglunes SI 70 og Sigurborg SH 12 afla nú hráefnis fyrir rækjuverksmiðjuna.
Á vef Ramma segir að 15 manns starfa nú við rækjuvinnsluna og hafi framleiðslan gengið með ágætum.
Nýlega fékk verksmiðjan svokallaða BRC (British Retail Consortium) gæðavottun þannig að hún er nú samþykkt sem framleiðandi fyrir flesta af kröfuhörðustu kaupendum á Bretlandsmarkaði.