Humarveiðar hófust að þessu sinni upp úr miðjum mars sem er dálítið fyrr en venjulega enda gekk mörgum bátum illa að veiða útgefinn humarkvóta í fyrra og fór svo að stjórnvöld urðu að auka geymsluréttinn milli ára svo kvóti brynni ekki inni.

„Veiðarnar hafa gengið ágætlega það sem af er,“ sagði Alexander Hallgrímsson skipstjóri á Fróða II ÁR þegar Fiskifréttir höfðu samband við hann. „Við höfum fengið afla í Skeiðarárdýpi, Breiðamerkurdýpi og Hornafjarðardýpi. Reyndar er ekki alltaf stöðug veiði, mikill straumur af og til hefur haldið henni niðri. Við erum núna að klára túrinn hérna í Hornafjarðardýpinu og fengum 600 kíló af skottum í síðasta hali sem er mjög gott. Við fórum út í fyrramorgun og aflinn í túrnum er orðinn 2,8 tonn af skottum.“

Fram kom í máli Alexanders að þeir hefðu reynt fyrir sér daginn fyrir skírdag á nýju humarmiðunum sem fundust í Skerjadýpinu í fyrrasumar en engan humar fengið enda mikil fiskgengd á svæðinu.

Sjá viðtalið í heild í nýjustu Fiskifréttum.