Árið byrjar ágætlega hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Um 6.300 tonn af kolmunna hafa verið unnin í fiskimjölsverkmiðju félagsins, að því er fram kemur á vef LVF.

Þann 2. janúar landaði Finnur Fríði tæpum 2.500 tonnum, daginn eftir kom Þrándur í Götu með tæp 2.800 tonn en þessi skip eru frá Götu í Færeyjum. Loks kom Hoffell SU með 1.000 tonn af kolmunna 9. janúar.