Færeysku uppsjávarskip og togskip hafa veitt vel af makríl að undanförnu að því er fram kemur á fréttavefnum Fisker Forum.
Frystitogarinn Næraberg landaði til dæmis 1.900 tonnum af heilfrystum makríl í Kollafirði í síðustu viku. Veiðin fór fram fyrir norðan Færeyjar. Makríllinn var af stærðinni 320 til 330 grömm. Í allt tók túrinn 15 daga en 34 manns eru í áhöfn.
Fjöldi færeyskra skipa er nú á makrílveiðum og veiða með partrolli. Þeirra á meðal er Þrándur í Götu sem landaði nýlega 600 tonnum af kældum makríl en hann var að trolla með Tummas T. Þeir voru að veiðum 64N og 10V sem er rétt við lanhelgislínuna milli Færeyja og Íslands.