Þórir SF er að landa 60 körum af heilum humri á Hornafirði en á þriðjudaginn kom báturinn inn með um 46 kör. Sá afli fékkst aðeins í fjórum hölum, að því er Ingvaldur Ásgeirsson, skipstjóri á Þóri SF, sagði í samtali við Fiskifréttir.
Nokkrir bátar eru komnir á humarinn en Þórir SF var þeirra fyrstur í ár. Hann hefur farið í fjóra humarróðra, þann fyrsta síðustu dagana í mars. Ingvaldur sagði að humarvertíðin hefði farið ágætlega af stað og hann væri bjartsýnn á framhaldið.
Í fyrsta róðrinum fengu þeir um 23 tonna afla, þar af um 2,5 tonn af heilum humri, eða um 800 kíló af slitnum humri. Í öðrum túrnum var betri humarafli en þá fengust um 13 tonn af heilum humri, eða um 4 tonn af slitnum humri.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.