Mjög slæmt verður hefur hamlað loðnuveiðum norskra skipa undanfarnar vikur og ekki hafa lokanir veiðisvæða í kringum Fuglaeyju hjálpa til, en lokanirnar stafa af innblöndun þorsks á miðunum. Norðmenn eru með aðeins 72.000 tonna loðnukvóta að þessu sinni og er helmingurinn ennþá óveiddur.

Samkvæmt frétt á vef norska síldarsölusamlagsins voru um 20 skip á veiðisvæðinu norðan við Hammerfest í Norður-Noregi í morgun en þar var lítið að hafa. Þrjú eða fjögur skip hafa leitað lengra austur með strönd Finnmerkur allt að rússnesku lögsögumörkunum. Fréttir hafa borist af því að Rússarnir hafi verið að veiða loðnu í eigin lögsögu og vonast Norðmenn til þess að loðnan gangi þaðan inn í þá norsku.

„Nú þegar er langt liðið á loðnuvertíðina og páskarnir rétt handan við hornið. Við vonum bæði að veðrið fari að skána og að meira af loðnu láti sjá sig svo við náum að veiða kvótann,“ segir sölustjóri hjá norska síldarsölusamlaginu.