Verulega hefur dregið úr framleiðslu á þurrkuðum afurðum á Íslandi vegna söluvandræða í Nígeríu af völdum gjaldeyrisskorts. Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Sölku fiskmiðlunar á Dalvík segir í viðtali í nýjustu Fiskifréttum að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hafi um 330 gámar af þurrkuðum afurðum verið fluttir til Nígeríu fyrstu fimm mánuði þessa árs samanborið við 500 gáma á sama tíma í fyrra.

„Á tímabili hlóðust upp birgðir hér á landi en ég held að þær séu að mestu leyti farnar. Verðið á vörunni hér heima er hins vegar um það bil helmingi lægra en á sama tíma fyrra. Innflytjendur í Nígeríu fá ekki gjaldeyri í seðlabanka landsins til þess að kaupa fisk og verða því að afla sér dollara á svarta markaðnum og lúta gengi hans,“ segir Katrín.

Sjá nánar í Fiskifréttum.