Hörpudiskstofninn í Breiðafirði á erfitt með að rétta úr kútnum eftir sýkingu sem hrjáði skelina um árabil og leiddi til þess að stofninn hrundi. Stofninn er áfram í djúpri lægð, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Lítil sem engin nýliðun hefur orðið í hörpudiskinum undanfarin ár og horfur um nýliðun eru óljósar. Góðu fréttirnar eru þó þær að skeljar sem eftir lifðu eru heilbrigðar og lítilsháttar vöxtur er í móðurstofninum, að sögn Hrafnkels Eiríkssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnun.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.