Í vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar, sem nýlega er lokið, reyndist hiti og selta víðast hvar um og yfir langtímameðaltali umhverfis landið. Kaldur Austur- Íslandsstraumur var áberandi djúpt norðan og austan lands.
Vorkoma gróðurs var víða vel á veg komin og mest áberandi var gróðurmagnið frá Siglunessniði austur að Krossanessniði og svo fyrir miðju Suðurlandi. Átumagn var yfir langtímameðaltali.
Farið var á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Leiðangurinn var liður í langtímavöktun á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðinu við Ísland.
Athuganir voru gerðar á um 94 rannsóknastöðvum umhverfis landið, bæði á landgrunninu og utan þess.
Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.