Í nýafstöðnum vorleiðangri rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar voru hiti og selta um og yfir langtímameðaltali umhverfis landið.

Almennt var styrkur næringarefna í yfirborðslögum enn hár og lítið hafði gengið á vetrarforða þeirra sem bendir til að vorblómi svifþörunga sé ekki búinn. Vorkoma norðan lands og vestan var því fremur seint á ferð. Átumagn var undir langtímameðaltali.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.