Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er að ljúka árlegum síldar- og kolmunnaleiðangri hér við land, en þetta er hluti af sameiginlegri mælingu í NA-Atlantshafi sem fleiri þjóðir taka þátt í.

„Við sáum aftur í ár verulega mikið af ungum kolmunna fyrir sunnan Ísland, þó ekki jafnmikið og í fyrra en samt er þetta vísbending um áframhaldandi góða nýliðun. Svipaðar fréttir er að hafa frá rannsóknaskipum hinna þjóðanna,“ segir Guðmundur J. Óskarsson leiðangursstjóri í samtali við Fiskifréttir.

Útbreiðsla norsk-íslensku síldarinnar við Ísland reyndist mjög svipuð og í fyrra. „Við vitum að þessi síldarstofn er að minnka og því eðlilegt að þéttleiki og magn mælist minna en í fyrra, þótt engin heildarniðurstaða liggi fyrir,“ segir Guðmundur.

Enginn makríll fannst í leiðangrinum en það segir ekkert um makrílgengd í sumar, að sögn Guðmundar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.