IS Haf fjár­festingar undir­rituðu í gær fjár­festinga­samning við Thor Land­eldi ehf., en síðar­nefnda fé­lagið á­formar upp­byggingu á tuttugu þúsund tonna lax­eldi í Þor­láks­höfn. Frá þessu er sagt á vef Viðskiptablaðsins.

Um er að ræða þátt­töku sjóðsins í hluta­fjár­aukningu, sem færir sjóðnum 53 prósent hlut í fé­laginu.

Sam­kvæmt til­kynningu Arcti­ca Finance, ráð­gjafa seljanda, munu norsku fjár­festarnir Frank Yri að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Sea­born og Alex Vass­botten, sem meðal annars er stjórnar­for­maður Sea­born, fjár­festa í fé­laginu.

Báðir eru sagðir hafa um­tals­verða reynslu úr lax­eldi og fjár­festinga­starf­semi tengdri lax­eldi. Sea­born er norskt sölu­fyrir­tæki á laxi.

„Fé­lagið hefur tryggt sér 20,3 hektara lóð við Laxa­braut 35-41 vestan við Þor­láks­höfn. Stað­setningin er afar heppi­leg fyrir eldi þar sem svæðið er auðugt af fersku vatni og jarð­sjó sem þarf til fram­leiðslu á laxi á landi,“ segir í til­kynningu Arcti­ca. Nýtt hluta­fé verði nýtt til að fjár­magna fyrsta á­fanga eldisins sem er upp­bygging á seiða­eldis­stöð.

„Gangi á­ætlanir eftir er gert ráð fyrir að tekið verði á móti fyrstu hrognum í seiða­eldis­stöðina haustið 2024,“ segir í til­kynningunni.