Sjávarútvegsráðuneytið hefur kynnt tillögur Hafrannsóknastofnunar um afmörkuð svæði til hvalaskoðunar, þar sem með öllu verður óheimilt að stunda hvalveiðar, en þetta er gert til þess að koma í veg fyrir árekstra milli þessara tveggja atvinnugreina.
Sjávarútvegsráðherra fól Hafrannsóknastofnun að útbúa slíkar tillögur og þær verða til kynningar á vefsíðu ráðuneytisins fram að páskum.
Fram kemur að öllum sé velkomið að senda ráðuneytinu athugasemdir við þær á þessum tíma. Í kjölfarið mun ráðherrann taka ákvörðun og gefa út reglugerð þar sem hvalaskoðunarsvæðin verða staðfest.
Tillögurnar eru á vef ráðuneytisins, HÉR