Heildarveiði íslenskra skipa var 13,4% minni í júlí 2014 en í sama mánuði árið 2013, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Afli var minni í öllum tegundum nema ýsu og skelfiski. Þegar borin eru saman 12 mánaða tímabil á milli ára kemur í ljós að botnfiskafli stendur nokkurn vegin í stað á meðan 32% minnkun hefur orðið í uppsjáfarafla á milli ára. Magnvísitala á föstu verðlagi er um 17,3% lægri miðað við júlí í fyrra, en á á 12 mánaða tímabilinu ágúst 2013 til júlí 2014 hefur magnvísitalan lækkað um 5,3% miðað við sama tímabil árið áður.