Veruleg fækkun hefur orðið í flota dragnótabáta undanfarin ár. Nú er gerður út 51 dragnótarbátur en þegar mest var voru þeir um 150 talsins á árunum 1996 og 1997. Friðrik G. Halldórsson, talsmaður Samtaka dragnótamanna, segir pólitískar ákvarðanir um aflaheimildir og veiðileyfagjöld þá tvo þætti sem mestu ráða um fækkun dragnótabáta í íslenska fiskiskipaflotanum.

Afli í dragnót árið 2013 var 26.000 tonn en á árunum 1996 og 1997 var aflinn um 50.000 tonn.

Sjá nánar í Fiskifréttum.