Eftir viðvarandi trega makrílveiði í grænlensku lögsögunni í allt sumar glæddist aflinn loksins nú í vikunni.

„Það hefur verið bölvað náskak í allt sumar þar til íað hann skipti lloksins úr þessum stöðuga norðaustan dumbungi yfir í sunnan og suðvestanátt með bjartviðri. Þá fengum við 100-200 tonn eftir stuttan tíma í stað þess að þurfa áður að draga í 12-18 tíma eftir 20-30 tonnum,“ sagði Halldór Jónasson skipstjóri á Polar Amaroq í samtali við Fiskifréttir en skipið er partrolli með Polar Princess.

Um 18 skip hafa verið að veiðum í grænlensku lögsögunni og nú í upphafi vikunnar var heildaraflinn orðinn rétt rúmlega 20 þúsund tonn. Samanlagður afli á öllum þessum skipum hefur nánast aldrei náð 1.000 tonnum á dag og oft farið niður fyrir 500 tonn. Til samanburðar má nefna að 25. ágúst í fyrra var aflinn kominn yfir 60 þúsund tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.