Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. fagnaði því sl. fimmtudag að tuttugu ár eru um þessar mundir liðin frá því frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til landsins. Á þessum tuttugu árum lætur nærri að aflaverðmæti skipsins nemi 24 milljörðum króna á núvirði.

Um eitt hundrað gestir sóttu hóf sem fyrirtækið hélt til að minnast þessara tímamóta. Þess má geta að skipstjórinn á happafleyinu, Ómar Ellertsson, hefur unnið hjá fyrirtækinu í 40 ár.

Sjá nánar á vef Hraðfrystihússins-Gunnvarar, HÉR