Skip þeirra átta útgerð, sem skiluðu mestu aflaverðmæti á liðnu ári, fiskuðu fyrir 72 milljarða króna eða 20% meira en árið áður, samkvæmt samantekt Fiskifrétta. HB Grandi er nú sem fyrr efsta fyrirtækið á þessum lista með nálægt 18 milljarða í aflaverðmæti.

Aflaverðmæti  Samherjaskipanna (þeirra sem skráð eru á Íslandi) nam tæpum 14 milljörðum króna árið 2011. Í þriðja sæti er Brim með 8,4 milljarða, fjórði Þorbjörn (7,1 milljarður), Ísfélag Vestmannaeyja í fimmta sæti (7,1 milljarður), síðan Síldarvinnslan (6,2 milljarðar), svo FISK Seafood (6,1 milljarður) og loks Rammi í áttunda sæti (5,2 milljarðar).

Sjá nánar samantekt Fiskifrétta í blaðinu í dag.