Verðmæti botnfiskaflans var um 8,2 milljarðar króna og jókst um 7,4 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni.
Af botnfisktegundum var verðmæti þorskaflans rúmir 5,2 milljarðar sem er 3,4% minna en í sama mánuði ári fyrr. Aflaverðmæti ufsa var ríflega tvöfalt hærra en í nóvember 2016, jókst um 432 milljónir.
Aflaverðmæti uppsjávartegunda nam rúmum milljarði króna samanborið við 1,9 milljarða í nóvember 2016 sem er 45% samdráttur.
Verðmæti flatfiskafla voru tæplega 454 milljónir króna sem er 13,1% minna en í nóvember 2016. Verðmæti skelfiskafla dróst saman um 7,2% á milli ára, nam 84 milljónum samanborið við 91 milljón í nóvember 2016.
Á 12 mánaða tímabili frá desember 2016 til nóvember 2017 nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 109,1 milljarði króna, sem er 19% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.
Þá hefur Hagstofan einnig birt frétt um vísitölu framleiðsluverðs , sem stóð í stað milli desember 2017 og janúar 2018. Sjávarafurðir hækkuðu þar um 2,0 prósent og mældust áhrif þeirrar hækkunar á vísitöluna 0,5 prósent, en afurðir stóriðju lækkuðu á móti um 1,5 prósent og höfðu áhrif til lækkunar vísitölunnar um 0,5 prósent.