Strandveiðar hafa gengið vel í sumar þrátt fyrir rysjótt veður. Í byrjun vikunnar höfðu borist á land um 6.600 tonn af kvótabundum fiski vegna strandveiða, að því er fram kemur í úttekt í nýjustu Fiskifréttum.
Alls hafa 657 bátar stundað þessar veiðar í sumar og hefur meðalafli í löndun verið um 515 kíló. Miðað við meðalverð á handfærafiski á fiskmörkuðum í sumar má gera ráð fyrir að strandveiðiaflinn það sem af er gefi um 1,6 milljarða króna í aflaverðmæti. Meðalróðurinn væri samkvæmt því að skila um 125 þúsund krónum.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.