Hagstofa Íslands greinir frá því að samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu hafi aflaverðmæti úr sjó verið tæplega 13,5 milljarðar króna í apríl, sem er 16% meira en í apríl 2018.
Á 12 mánaða tímabili frá maí 2018 til apríl 2019 jókst aflaverðmætið um 9,2% miðað við sama tímabil ári fyrr.
Mest munar þar um botnfiskaflans. Verðmæti hans var tæpir 10,9 milljarðar og jókst um 28,1% miðað við apríl árið áður. Þar af nam verðmæti þorskaflans 5,8 milljörðum sem er 23,3% aukning. Verðmæti landaðrar ýsu jókst einnig umtalsvert, úr 861 milljón króna í 1.784 milljónir.
Uppsjávarafli dróst hins vegar saman um 22,7% og var að mestu kolmunni.
Aflaverðmæti flatfisktegunda var 842 milljónir króna og jókst um 9 prósent frá fyrra ári.
Sjá nánar á Hagstofu Íslands .