Aflaverðmæti íslenskra skipa úr sjó nam tæpum 13,8 milljörðum króna í mars. Verðmæti botnfiskaflans var um 9,7 milljarðar króna og þar af var verðmæti þorskaflans 6,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Aflaverðmæti uppsjávartegunda var tæpir 3,2 milljarðar króna og var að mestu leyti loðna. Verðmæti flatfiskafla nam tæplega 820 milljónum króna og verðmæti skelfiskafla tæpum 116 miilljónum króna.
Aflaverðmæti í febrúar 2018 var níu milljarðar króna.
Á 12 mánaða tímabili, frá apríl 2017 til mars 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæplega 119 milljörðum króna og stendur í stað sé miðað við sama tímabil ári fyrr.