Verðmæti við fyrstu sölu afla var tæpir 15 milljarðar króna í apríl, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þar af voru verðmæti þorskafla rúmlega 6,5 milljarðar króna og verðmæti kolmunna 2,7 milljarðar. Á 12 mánaða tímabilinu frá maí 2022 til apríl 2023 var aflaverðmætið tæplega 200 milljarðar króna, sem er 21 milljarði meira en á sama tímabili árið áður.