Aflaverðmæti íslenskra skipa hefur tvöfaldast á sambærilegu verðlagi síðustu rúm 30 árin. Þetta er góður árangur og sýnir að aðgæsla hefur verið sýnd við veiðarnar og ráðgjöf fiskifræðinga verið fylgt í meginatriðum, auk þess sem betri skipulagning við veiðar og vinnslu skilar sér í meiri verðmætum.

Þetta kom fram í erindi sem Dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst flutti á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var í gær í samstarfi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Eins og hefðbundinn sjávarútve¬ur er skilgreindur skilar hann um 8-9 prósent til landsframleiðslunnar,“ segir Ágúst en bendir á að sjávarútvegur sé mun víðfeðmari heldur en þessi tala gefur til kynna og bendir á framleiðslu í tengslum við sjávarútveg, svo sem á véllbúnaði og veiðafærum, sé mikil auk þess sem markaðsstarf í kringum greinina hafi vaxið mjög. Þegar allt sé tekið saman starfi um 24 þúsund manns í sjávarútvegi á Íslandi þá sé framlag sjávarútvegsins til landsframleiðslunnar um og yfir 20 prósent, sem sé mjög mikið og meira en í öðrum atvinnugreinum.

Sjá nánar vef SFS HÉR .