Verðmæti afla upp úr sjó nam tæpum 16,2 milljörðum í febrúar, 42% hærra en í febrúar 2014. Vegur þar þyngst aflaverðmæti loðnu sem nam tæpum 6 milljörðum og jókst um 4 milljarða samanborið við febrúar 2014. Aflaverðmæti þorskaflans nam 6,2 milljörðum í febrúar sem er ríflega 24% aukning miðað við sama mánuð 2014.
Aflaverðmæti á 12 mánaða tímabili frá mars 2014 til febrúar 2014 nam 143 milljörðum og er nánast óbreytt miðað við 12 mánaða tímabil árið áður. Á tímabilinu hefur vermæti botnfisk- og uppsjávarafla aukist en á móti hefur aflaverðmæti flatfisks og skel- og krabbadýra dregist saman.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.