Áætlað aflaverðmæti við fyrstu sölu í febrúar 2023 var 17,8 milljarðar króna samanborið við 17,2 milljarða í febrúar 2022.
Hagstofan greinir frá.
Á tólf mánaða tímabilinu frá mars 2022 til febrúar 2023 var aflaverðmæti 194 milljarðar króna sem er aukning um 24 milljarða króna miðað við sama tímabil frá 2021-2022. Talnaefni hefur verið uppfært.