Fiskveiðar Bandaríkjamanna jukust lítillega milli áranna 2012 og 2013, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandarísku sjávar- og umhverfisstofnuninni NOAA.

Bandarísk fiskiskip lönduðu árið 2013 um 9,9 milljörðum punda (4,5 milljónir tonna) og aflaverðmætið var 5,5 milljarðar dollara (668 milljarðar ISK). Það er um 2,5% aukning í magni og 7,6% aukning í verðmætum frá árinu 2012.

Frístundaveiðar jukust einnig. Um 380 milljónir fiska voru veiddar og um 60% fiskanna var sleppt.

Neysla sjávarafurða hefur ekki breyst milli ára. Bandaríkjamenn borðuðu um 14,5 milljarða punda (6,6 milljónir tonna) af sjávarafurðum árið 2013.

Í skýrslu NOAA er í fyrsta sinn birtar upplýsingar um verðmæti í fiskeldi. Eldisfiskurinn skilaði um 1,2 milljörðum dollara (146 milljörðum ISK) á árinu  2013.