Verðmæti landaðs afla í ágúst 2024 var um 14,8 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem er 26% minna en í ágúst 2023. Aflaverðmæti á 12 mánaða tímabilinu frá september 2023 til ágúst 2024 nam rúmlega 169 milljörðum króna sem er 19% samdráttur miðað við sama tímabili ári fyrr.